Aldrei hafa fleiri nemendur stundað nám hjá okkur eins og á þessu misseri. Alls eru 590 nemendur skráðir í nám hjá okkur sem tekur allt frá einu misseri upp í tvö ár. Það er jafnframt afar misjafnt hvað nemendur eru að læra en námsbrautirnar eru eftirfarandi:
- Fjármál og rekstur
- Fjölskyldumeðferð – diplómanám á meistarastigi
- Framkvæmdaferli mannvirkjagerðar
- Hugur og heilbrigði – gerðu gott líf betra
- Jákvæð sálfræði – diplómanám á meistarastigi
- Leiðsögunám á háskólastigi
- Nám til löggildingar fasteigna- og skipasala
- Sérnám í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna
- Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun
- Viðurkenndur bókari
Það er afar ánægjulegt hversu margir hafa ákveðið að stíga skref til frekari menntunar hjá okkur í Endurmenntun.
Ljósmynd: Frá upphafsdegi leiðsögunámsins þar sem farið var í hópefli.