Fréttir

Nám á fullorðinsárum

Nám á fullorðinsárum

Nám gefur fólki tækifæri til að vaxa og dafna, takast á við áskoranir og uppskera ríkulega að því loknu. Að næra hugann með hugðarefnum sínum styrkir sjálfstraustið, leiðir til breytinga og persónulegs þroska, bæði meðvitað og ómeðvitað.

Vel ígrundað námsval

Nám á fullorðinsárum nýtist fólki til að bæta og endurnýja þekkingu sína og hæfni og aukið möguleika á vinnumarkaði.

Það getur hins vegar verið áskorun að taka skrefið og þá skiptir miklu máli að vera búinn að forgangsraða og taka upplýsta ákvörðun. Vel ígrundað námsval sem byggir á áhuga, réttum upplýsingum og skilningi getur margfaldað ávinning nemandans af námi sínu. Þá getur verið hjálplegt að taka næstu skref með náms- og starfsráðgjafa til að ræða málin og fá aðstoð með framhaldið.

Elín Júlíana Sveinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi Endurmenntunar veitir slíka ráðgjöf, sjá nánar hér

0