Á hverju misseri eru nokkrar námsbrautir eða námslínur í boði. Á vormisseri 2017 verður tekið við nýnemum í þrjá mismunandi hópa:
Vinsæl og hagnýt námslína fyrir aðila sem vilja öðlast hagnýta þekkingu á sviði fjármála og stýringu verkefna með áherslu á fjármál. Kynntar eru leiðir til að halda utan um kostnað og nýtingu fjármagns. Staðnám eða fjarnám.
Umsóknarfrestur til og með 20. janúar
_______________
Grunnnám í reikningshaldi og skattskilum
Nám einkum ætlað þeim sem ekki hafa starfað við færslu bókhalds en vilja auka við þekkingu sína í reikningshaldi og skattskilum. Einnig fyrir þá sem hyggjast sækja nám í Undirbúningsnámi til viðurkenningar bókara og vilja rifja upp kunnáttu sína í bókhaldi og auka við þekkingu sína.
Staðnám eða fjarnám.
Umsóknarfrestur til og með 27. febrúar
_______________
Nám í undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar
Nám haldið í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð. Markmiðið er að veita fræðilega yfirsýn yfir grunnatriði kenninga um hugræna atferlismeðferð, líkön, hugtakanotkun og aðferðir ásamt því að öðlast skilning á tengslum kenninga og meðferðar, einkum við þunglyndi, kvíða og álagi í daglegu lífi.
Umsóknarfrestur til og með 15. mars