Það var mikið líf hér á Dunhaganum síðastliðinn laugardag þegar tveir hópar luku námslínum sem hófust síðastliðið haust.
Á neðri hæðinni voru nemendur í Forysta til framþróunar í sínum síðasta tíma .Þetta er í fyrsta sinn sem sú námslína hefur verið haldin og hefur hún gengið afar vel.
Á efri hæðinni var síðasti tíminn í Hugur og heilbrigði. Þetta var annar hópurinn sem klárar námið og hefur það fengið glimrandi dóma.
Boðið var upp á léttar veitingar í tilefni dagsins. Við óskum öllum nemendum til hamingju.