Fréttir

Nemandi vikunnar - Halla Kristín Guðlaugsdóttir

Nemandi vikunnar - Halla Kristín Guðlaugsdóttir

Á hverjum vetri eru nokkur hundruð nemendur sem stunda nám hjá okkur í Endurmenntun sem er allt frá einu misseri upp í tvö ár. Til að veita örlitla innsýn í þann flotta hóp erum við vikulega með einn nemanda í nærmynd. Að þessu sinni er það Halla Kristín Guðlaugsdóttir, nemandi námslínunni Fjármál og rekstur.  

Í hvaða námi ert þú?
Fjármál og rekstur. 

Við hvað starfar þú?
Forstöðumaður í málefnum fatlaðra. 

Hvað varð til þess að þú valdir þetta nám?
Ég hef gaman að rekstrar-og fjárhagshluta starfsins og vildi víkka sjóndeildarhringinn. 

Hvernig tilfinning var það að setjast aftur á skólabekk?
Ég hef sótt ýmsa stjórnendafræðslu í gegnum tíðina og þetta nám er mjög líkt því. Svo engin ný tilfinning. 

Hvað hefur komið þér á óvart varðandi námið?
Skemmtilegt nám, frábærir og áhugasamir kennarar og skemmtilegir bekkjarfélagar. 

Hvað líkar þér best við Endurmenntun?
Allt, umhverfið, fólkið o.s.frv.

Hvert hefur verið þitt mottó í náminu?
Læra nýtt og gera mitt besta.

Áttu einhver ráð til þeirra sem eru að hugsa um að taka skrefið og fara í nám með vinnu?
Innrita sig og byrja. Losa sig við frestunaráráttuna og framkvæma. 

Áttu þér uppáhalds tölustaf og hvaða aðgerð í Excel finnst þér skemmtilegast að vinna með? 
Átta er uppáhalds talan mín. Ég hef aðeins grunnþekkingu á Excel og finnst það frábært forrit, Goal seeker er t.d. snilld.

0