Fréttir

Nýjungar á vef

Nýjungar á vef

Í vikunni settum við nokkrar nýjungar á vefinn okkar sem gerir hann enn notendavænni og þægilegri fyrir viðskiptavini.

Hjartamerkja námskeið

Nú er hægt að merkja námskeið sem heilla með því að smella á litla hjartað uppi í hægra horninu svo það verði appelsínugult. Merkt námskeið safnast saman undir flipanum Valin námskeið og einnig í stóra hjartað niðri í hægra horninu, þar sem fjöldi valinna námskeiða birtist. 

Bæta við í dagatal

Nú er jafnframt hægt að setja námskeið í dagatalið sitt, bæði við námskeiðslýsinguna en einnig um leið og búið er að ganga frá skráningu á námskeið. 

Við vonum að þessar nýjungar komi að góðu gagni en von er á enn fleiri nýjungum á vef okkar á næstunni. 

0