Fréttir

Nýtt starfsfólk

Nýtt starfsfólk

Tveir nýir starfsmenn hófu nýlega störf hjá Endurmenntun. Við erum afar ánægð með að fá þau til liðs við okkur og munu þau án efa efla starfsemina enn frekar.

Ólafur Sólimann er nýr viðskiptastjóri Endurmenntunar og sér meðal annars um samstarfssamninga við fyrirtæki, sölu- og markaðsmál. Ólafur er með BA gráðu í Austur-Asíu fræðum og viðskiptafræði sem og í íslenskum fræðum og bókmenntum. Hann starfaði áður sem viðskiptastjóri hjá Epli.

Elva Björg Arnarsdóttir er nýr starfsmaður í þjónustudeild og sér m.a. um allt sem viðkemur námsgögnum. Elva er með MS í félags- og vinnusálfræði. Hún starfaði áður sem sérfræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins.
 
Við bjóðum þau velkomin til starfa og hlökkum til samstarfsins.

0