Fréttir

Ökukennaranám - ný námsbraut

Ökukennaranám - ný námsbraut

Samgöngustofa hefur gert samstarfssamning við Endurmenntun um ökukennaranám. Ekki hefur verið hægt að stunda þetta nám um nokkura ára skeið en eftirspurnin eftir náminu hefur verið töluverð og því mikið gleðiefni að námið fari af stað næstkomandi haust. Samningurinn var undirritaður af Höllu S. Sigurðardóttir, staðgengill forstjóra Samgöngustofu og Kristínu Jónsdóttur Njarðvík, endurmenntunarstjóra. 

Þrjú misseri

Ökukennaranám til almennra réttinda er þriggja missera námsbraut sem er ætluð þeim sem vilja afla sér þekkingar og hæfni til undirbúnings þess að fá löggildingu til að annast ökukennslu fyrir flokk B. Námið hefst í september 2017 og lýkur í desember 2018. Kennt er í lotum, frá miðvikudegi til laugardags, u.þ.b. einu sinni í mánuði. 

Kynningarfundur og umsóknarfrestur

Nánari upplýsingar um námið má lesa hér en þriðjudaginn 23. maí klukkan 18 verður einnig kynningarfundur á náminu í húsnæði Endurmenntunar að Dunhaga 7. Umsóknarfrestur rennur síðan út þann 5. júní næstkomandi.

ökukennaranám

Hér sjást, auk Höllu og Kristínar, Holger Torp, deildarstjóri ökunáms
hjá Samgöngustofu og Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri Endurmenntunar

0