Fréttir

Opið hús laugardaginn 6. október kl. 14-16

Opið hús laugardaginn 6. október kl. 14-16

Í tilefni 35 ára afmælis ENDURMENNTUNAR bjóðum við þér og fjölskyldu þinni til okkar á Dunhaga 7, milli kl. 14 og 16 laugardaginn 6. október. Fróðlegir og skemmtilegir örfyrirlestrar fyrir alla fjölskylduna verða á dagskrá, auk þess sem blaðrarinn verður á staðnum með blöðrudýr handa yngstu kynslóðinni. Boðið verður upp á kaffi frá Kaffitár ásamt alvöru afmælistertu.

Kl. 14:00 – 14:30
Edda Björgvinsdóttir: Húmor og aðrir styrkleikar

Kl. 14:30 – 15:00
Örn Óskarsson: Fuglarnir okkar - heiðlóa, himbrimi og krossnefur

Kl. 15:00 – 15:30
Kristín Einarsdóttir og Gunnar Jóhannsson: „Svo eitt haust fór mærin með, mjólkurbíl um leið og féð“. Umfjöllun um dægurlagatexta síðustu aldar og tengsl þeirra við samfélagið.

kl. 14:30 og 15:30
Herdís Finnbogadóttir: Fjölskylduhugleiðsla

Allir velkomnir, hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

SKOÐAÐU VIÐBURÐINN Á FACEBOOK

0