Fréttir

Óvænt heimsókn á forvitnilegt námskeið

Óvænt heimsókn á forvitnilegt námskeið

Það er aldrei að vita hverju von er á hér hjá Endurmenntun og það sannaði sig heldur betur um daginn þegar sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, leit við á námskeiði Illuga Jökulssonar, Hvað ef?

Á námskeiðinu var spurningum kastað fram sem gaman er að velta fyrir sér, eins og „hvað hefði gerst ef loftsteinninn sem eyddi risaeðlunum hefði farið framhjá?“ og „hvað hefði gerst ef Pontíus Pílatus hefði neitað að krossfesta Jesú frá Nasaret?“ Námskeiðið var fjórar kvöldstundir og á síðasta kvöldinu var Guðni fenginn til að koma inn sem leynigestur.

Gaman er að segja frá því að nokkru áður en Guðni tók við stöðu sinni sem forseti landsins þá kenndi hann einmitt námskeið af sama meiði hjá Háskóla Íslands og var hann ekki lengi að bregða sér í hlutverk kennarans og rifja upp gamla takta. Áhugasamir nemendur tóku þátt í líflegum samræðum eftir fyrirlestur Guðna og úr varð ógleymanleg kvöldstund sem sýndi það skýrt að hjá Endurmenntun eiga allir samleið, óháð menntun og fyrri eða núverandi störfum.

0