Fréttir

Rússneska fyrir ferðalanginn

Rússneska fyrir ferðalanginn

Námskeiðið Rússneska fyrir ferðalanginn eru nýjung í fjölbreyttri flóru tungumálanámskeiða hjá okkur á vormisseri.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem hyggja á ferðalög til Rússlands, ekki síst þeim sem eru á leið á HM í sumar! Enskukunnátta er ekki almenn í Rússlandi og því getur komið sér vel að þekkja og skilja einfalda frasa, merkingar á kýrilíska letrinu og fleira. Á námskeiðinu verður einnig fjallað um rússneska menningu og venjur, en Rússar eru til að mynda almennt hljóðlátir og láta lítið fyrir sér fara á almannafæri, sem er annað en segja má um íslenska fótboltaaðdáendur!

Kennari á námskeiðinu er Rebekka Þráinsdóttir, MA í rússnesku og rússneskum bókmenntum.

0