Fréttir

Samningur um sérnám í hugrænni atferlismeðferð

Samningur um sérnám í hugrænni atferlismeðferð

Í morgun var skrifað undir samstarfssamning milli Sálfræðideildar Háskóla Íslands, Félags um hugræna atferlismeðferð og Endurmenntunar um mat á sérnámi í hugrænni atferlismeðferð til eininga.

Samkvæmt samningnum metur Sálfræðideildin nú sérnámið og hvort það uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til náms á háskólastigi í samræmi við reglugerð um sérfræðiviðurkenningu nr. 1130/2012. Námið er á vegum Félags í hugrænni atferlismeðferð í samvinnu við Oxford Cognitive Therapy Center og Endurmenntun Háskóla Íslands.

Við í Endurmenntun erum ákaflega ánægð með undirritun þessa samnings og hlökkum til samstarfs við Sálfræðideild HÍ í framtíðinni.

Á myndinni eru Sjöfn Evertsdóttir, sálfræðingur og formaður Félags um hugræna atferlismeðferð, Eiríkur Örn Arnarson, sálfræðingur sem situr í fagráði námsins, Erna Guðrún Agnarsdóttir, námstjóri Endurmenntunar, Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræðingur sem situr í fagráði námsins og Andri Steinþór Björnsson, sálfræðingur og faglegur tengiliður f.h. Sálfræðideildar HÍ.

0