Fréttir

Samstarf um nám í sálgæslu

Samstarf um nám í sálgæslu

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Endurmenntunar og Guðfræði- og trúarbragðadeildar HÍ um námsbrautina Sálgæsla - diplómanám á meistarastigi sem hefst á komandi hausti, en farsælt samstarf okkar við deildina um meistaranámskeið og nám í sálgæslu má þó rekja aftur til ársins 2005. Markmið námsins er að veita innsýn í grunnatriði sálgæslu með einstaklingum, fjölskyldum og hópum.

Guðfræði- og trúarbragðadeild ber faglega ábyrgð á náminu, sem er í umsjón Sr. Gunnars Rúnars Matthíassonar og Sr. Vigfúsar Bjarna Albertssonar. Auk þeirra munu ýmsir sérfræðingar koma að kennslu.

Á meðfylgjandi mynd undirrita þær Arnfríður Guðmundsdóttir, deildarforseti Guðfræði- og trúarbragðadeildar HÍ (t.v.) og Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri samstarfssamninginn.

0