Fréttir

Samstarf um ökukennaranám

Samstarf um ökukennaranám

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Endurmenntunar, Háskóla Íslands og Samgöngustofu um Ökukennaranám til almennra réttinda. Deild faggreinakennslu við Menntavísindasvið HÍ mun bera ábyrgð á náminu og metur það til eininga, en framkvæmdin verður á vegum Samgöngustofu í samvinnu við Endurmenntun. Um er að ræða þriggja missera nám, ætlað þeim sem vilja afla sér þekkingar og hæfni til undirbúnings þess að geta þreytt próf og orðið löggiltir ökukennarar til almennra ökuréttinda.

Á meðfylgjandi mynd undirrita þau Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri, Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu og Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, samninginn.

0