Stefnir þú á próf til viðurkenningar bókara? Þriggja þrepa leiðin er góður undirbúningur fyrir próf til viðurkenningar bókara og er sérstaklega ætluð þeim sem ekki hafa reynslu af bókhaldsstörfum.
Þeir sem lokið hafa námslínunum Grunnnám í bókhaldi og Grunnnám í reikningshaldi, fá 20% afslátt af námsgjöldum undirbúningsnáms til viðurkennds bókara.
Grunnnám í bókhaldi
Verð: 135.000 kr.
Hefst 9. febrúar 2019
Umsóknarfrestur 22. janúar
Grunnnám í reikningshaldi
Verð: 90.000 kr.
Hefst 9. mars 2018
Umsóknarfrestur 26. febrúar
Undirbúningsnám - Viðurkenndur bókari
Almennt verð: 195.000 kr.
Afsláttarverð með þriggja þrepa leiðinni: 156.000 kr.
Hefst 7. ágúst 2018
Umsóknarfrestur til 5. júní
Próf til viðurkenningar bókara er á ábyrgð Prófnefndar viðurkenndra bókara og upplýsingar um þau er að finna á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.