Fréttir

Þrír nemendur útkskrifast með meistaragráðu úr hagnýtri jákvæðri sálfræði

Þrír nemendur útkskrifast með meistaragráðu úr hagnýtri jákvæðri sálfræði

Ragnhildur Jónsdóttir, Svandís Sturludóttir og Ingrid Kuhlman, fyrrverandi nemendur í Jákvæðri sálfræði – diplómanám á meistarastigi héldu áfram námi sínu og útskrifuðust með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Bucks New University. Þríeykið fengu einingar sínar frá náminu hjá ENDURMENNTUN metnar inn í meistaranámið. Mentor þeirra Ingridar, Ragnhildar og Svandísar, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og kennslustjóri námsins hjá ENDURMENNTUN, gerði sér ferð til Bretlands til að vera viðstödd útskriftina. Þetta eru fyrstu nemendur Dóru Guðrúnar til að útskrifast með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði frá Bucks háskólanum.

Meðfylgjandi er mynd af Ragnhildi, Svandísi og Dóru Guðrúnu fagna áfanganum en Ingrid átti ekki heimangengt í útskriftina.


Við óskum Ingrid, Ragnhildi, Svandísi og Dóru Guðrúnu
innilega til hamingju með áfangann!

0