Fréttir

Til hamingju kandídatar - metfjöldi útskrifaðra

Til hamingju kandídatar - metfjöldi útskrifaðra

Það var hátíðardagur hjá okkur í Endurmenntun föstudaginn 10. júní síðastliðinn þegar 141  kandídatar úr fimm námsbrautum voru brautskráðir við hátíðlega athöfn í Háskólabíó.

Þetta eru námsbrautirnar Fjölskyldumeðferð, Jákvæð sálfræði, Nám til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala, Nám í undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar og Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun.

Metfjöldi útskrifaðra  

Við upphaf athafnarinnar ávarpaði Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri nemendur og gesti og sagði m.a. að það sem af er ári hafi nú 169 nemendur verið útskrifaðir sem er mesti fjöldi í 33 ára sögu Endurmenntunar. Hátíðarræðumaður var Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala Háskólasjúkrahúss og Heiða Björg Hilmisdóttir, kandídat úr Jákvæðri sálfræði hélt ávarp fyrir hönd nemenda.

Við óskum öllum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann og þökkum þeim fyrir samveruna undanfarin misseri.

Kandídatar úr Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun ásamt Hauki Inga Jónassyni, kennara og einum eiganda námsins  Kandídatar úr Námi til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala Kandídatar úr Jákvæðri sálfræði - diplómanám á meistarastigi ásamt Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, kennslustjóra námsins Kandídatar úr Fjölskyldumeðferð - diplómanám á meistarastigi ásamt Helgu Þórðardóttur, kennslustjóra námsins

Enn fleiri myndir frá útskriftardeginum

0