Fréttir

TILKYNNING VEGNA COVID-19 OG SAMKOMUBANNS

TILKYNNING VEGNA COVID-19 OG SAMKOMUBANNS

Endurmenntun HÍ fer eftir viðbúnaðaráætlun Háskóla Íslands en neyðarstjórn HÍ fundar daglega vegna COVID19-faraldursins

Í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur sett á samkomubann og kveðið á um að Háskóla Íslands verði lokað í fjórar vikur mun Endurmenntun einnig loka og engin kennsla verða í húsnæði stofnunarinnar. Kappkostað verður að sýna viðskiptavinum og kennurum allan þann sveigjanleika sem EHÍ getur veitt miðað við aðstæður. Lagt verður kapp á að kennsla haldi áfram í formi fjarkennslu svo að nám riðlist sem minnst. Ef ekki tekst að bjóða upp á fjarkennslu mun kennsla frestast fram á vor. Viðskiptavinir fá upplýsingar um hvernig kennslu verður háttað á næstu dögum.

Viðskiptavinir, kennarar og starfsfólk EHÍ eru minntir á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis, nýjustu upplýsingar er ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: http://www.landlaeknir.is. -Þar er einnig að finna spurningar og svör um sjúkdómseinkenni og annað varðandi kórónaveiruna og COVID-19.

Á vef HÍ má finna helstu upplýsingar um viðbúnað vegna COVID-19 og verða þær uppfærðar jöfnum höndum eftir daglega fundi neyðarstjórnar. Á síðunum er m.a. að finna upplýsingar um hreinlæti, ferðalög, sjúkdómseinkenni, samkomur, nám og kennslu ásamt þjónustu. Einnig er vakin athygli á viðbragðsáætlun HÍ vegna COVID-19 faraldursins

Nauðsynlegt er að kennarar kynni sér nú þegar þá fjarkennslumöguleika sem í boði eru. Kennarar geta fengið aðstoð við rafræna kennsluhætti, fjarnám og upplýsingar um fjarkennslumöguleika hjá tengiliðum. Hafinn er undirbúningur að því að færa kennslu í námsbrautum og námskeiðum yfir á fjarfundaform ef þörf er á eða fresta kennslu í samráði við kennara. Kennarar hafa aðgang að húsnæði og tæknibúnaði stofnunarinnar eins og áður.

Hjá Endurmenntun er lögð áhersla á almennt hreinlæti og að þvo hendur reglulega með sápu og vatni. Handsprittbrúsum hefur verið komið fyrir víða í húsakynnum EHÍ. Allir eru hvattir til að nýta sér þá.

Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti t.d. vegna ferðalaga eru hvattir til að hringja í síma 1700 og fá leiðbeiningar. Þeir sem verið hafa í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra hættusvæða.

Ef viðskiptavinur eða kennari sem hefur verið í samneyti við aðra einstaklinga innan Endurmenntunar hefur greinst með COVID-19 veiruna biðjum við um að haft verði samband tafarlaust við Endurmenntun í gegnum tölvupóst á endurmenntun@hi.is.

0