Fréttir

Ungverska fyrir byrjendur

Ungverska fyrir byrjendur

Námskeiðið Ungverska fyrir byrjendur er nýjung í fjölbreyttri flóru tungumálanámskeiða hjá okkur á vormisseri.

Ungverska telst til finnsk-úgrískra tungumála og hefur stundum verið talið eitt erfiðasta tungumál Evrópu og hefur heillað marga að takast á við. Íslendingar hafa í auknum mæli sótt Ungverjaland heim vegna beinna flugsamganga og einnig má nefna að margir hafa sótt læknanám þar á síðustu árum. Líklega er ekki á margra vitorði að margar af okkar kærustu dægurlagaperlum eru upphaflega ungversk þjóðlög, s.s. Til eru fræ og hið ástkæra Ég er kominn heim. Á námskeiðinu Ungverska fyrir byrjendur verður gefin tilfinning fyrir takti og uppbyggingu þessa fallega tungumáls ásamt því sem veitt verður innsýn í ungverska menningu og matarhefðir.

Kennari á námskeiðinu er Zita Rézné Zádori, sem er frá Ungverjalandi en hefur verið búsett á Íslandi um nokkurra ára skeið. Hún hefur langa reynslu sem enskukennari og er með MA í Public Relations og BA í ensku.

0