Fréttir

Vel heppnuð afmælishátíð

Vel heppnuð afmælishátíð

Við þökkum öllum sem lögðu leið sína á opið hús hjá okkur á laugardaginn. Edda Björgvins hélt stuttan fyrirlestur um Húmor og aðra styrkleika, Örn Óskarsson fræddi gesti um fuglana okkar og hjónin Kristín Einarsdóttir og Gunnar Jóhannsson fjölluðu um og spiluðu dægurlög síðustu aldar. Þá hjálpaði Herdís Finnbogadóttir sálfræðingur gestum að öðlast andlega ró í fjölskylduhugleiðslu.

Gestirnir gæddu sér svo á afmælisköku og nýlöguðu kaffi og yngri kynslóðin fékk að velja sér blöðrudýr.

Takk fyrir komuna!

Skoðaðu myndir á Facebook síðunni okkar

0