Fréttir

Viltu vinna hjá okkur?

Viltu vinna hjá okkur?

Við leitum að viðskiptastjóra sem býr yfir mikilli samstarfshæfni, sýnir frumkvæði og sjálfstæði í síbreytilegu og spennandi umhverfi og er tilbúinn að takast á við krefjandi starf. Viðskiptastjóri vinnur í teymi með öðrum starfsmönnum Endurmenntunar og heyrir undir markaðs- og kynningarstjóra.

Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila
 • Sala og þarfagreining
 • Stýring viðskiptatengsla og öflun nýrra viðskiptavina
 • Umsjón með sérsniðnum námskeiðum fyrir fyrirtæki og stofnanir

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Reynsla af viðskiptastjórnun og sölu nauðsynleg
 • Drifkraftur, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í teymi
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
   

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Hagvangs fyrir þann 11. júní næstkomandi.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir hjá Hagvangi, geirlaug@hagvangur.is

0