Fréttir

Viltu vinna með okkur?

Viltu vinna með okkur?

Við hyggjumst bæta við okkur verkefnastjóra. Að auki kemur til greina að ráða í tímabundið starf til áramóta. Leitað er að einstaklingi með víðtæka reynslu og tengsl í atvinnulífinu svo sem á sviði fjármála, upplýsingatækni, verkfræði eða heilbrigðisþjónustu. Viðkomandi þarf að búa yfir lipurð í samskiptum, skipulagshæfni og vera tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni í síbreytilegu umhverfi. Verkefnastjóri tekur þátt í teymisvinnu á vinnustaðnum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Næsti yfirmaður er þróunarstjóri námskeiða.

Helstu verkefni
• Þarfagreining og þróun nýrra námskeiða á ýmsum sviðum
• Skipulagning námskeiða
• Samskipti við kennara, viðskiptavini og aðra samstarfsaðila
• Þátttaka í teymisvinnu og þróunarverkefnum

Hæfniskröfur
• Meistaragráða á háskólastigi
• Fjölbreytt starfsreynsla úr opinbera- og/eða einkageiranum
• Reynsla af verkefnastjórnun
• Gott tengslanet
• Þjónustulipurð og framúrskarandi samskiptahæfni
• Skipulagshæfni og frumkvæði
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Umsóknarfrestur til: 4. febrúar 2018

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Hagvangs. Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is 

0