Fréttir

Vinningshafi á UT-messunni

Vinningshafi á UT-messunni

Síðastliðinn föstudag vorum við á UT-messunni ásamt Háskóla Íslands. Það var virkilega gaman að fræðast um spennandi verkefni og áhugaverða framtíðarsýn ýmissa fyrirtækja. 

Fjölmargir komu til okkar til að kynna sér námskeiðsframboðið á upplýsingatæknisviði en einnig til að taka þátt í happadrætti þar sem hægt var að vinna 100.000 kr gjafabréf frá Endurmenntun.

Búið er að draga út vinningshafann og var það tæknifrömuðurinn og ráðgjafinn Atli Stefán Yngvason sem datt í lukkupottinn að þessu sinni. Við þökkum öllum sem tóku þátt í happdrættinu og óskum Atla innilega til hamingju.

0