Fréttayfirlit
Styrktu þig í starfi eða auðgaðu andann á nýju ári
Umsóknir í styttri námslínur eru í fullum gangi hjá Endurmenntun þessa dagana en þær eru opnar öllum þar sem engar forkröfur eru gerðar um fyrra nám.
Masterclasses
Nýr bæklingur er kominn út Masterclasses in English. Í honum má finna námskeið á ensku með sérfræðingum sem eru í fremstu röð á sínu sviði. Nokkrir þeirra eru að koma aftur eftir að hafa vakið mikla ánægju á meðal þátttakenda, en aðrir eru að koma í fyrsta sinn.
Þriggja þrepa leið
Stefnir þú á próf til viðurkenningar bókara? Þriggja þrepa leiðin er góður undirbúningur fyrir próf til viðurkenningar bókara og er sérstaklega ætluð þeim sem ekki hafa reynslu af bókhaldsstörfum.
Ný og spennandi tungumálanámskeið
Námskeiðin Ungverska fyrir byrjendur og Rússneska fyrir ferðalanginn eru nýjungar í fjölbreyttri flóru tungumálanámskeiða hjá okkur á vormisseri.
Nýir bæklingar
Við vorum að gefa út tvo nýja bæklinga um námskeið á vormisseri.
Ungt fólk og Endurmenntun
Ungmenni eru hópur sem við hjá Endurmenntun viljum gjarnan sinna betur, enda höfum við í gegnum tíðina fengið fyrirspurnir um námskeið sem henta aldurshópnum frá 12 ára og eldri. Á vormisseri munum við því brydda upp á þeirri nýjung að bjóða námskeið sem sérstaklega eru ætluð ungmennum. Um er að ræða tvö námskeið til að byrja með en mögulega mun þeim fjölga síðar ef viðtökur verða góðar.