Fréttayfirlit
Styrktu þig í starfi eða auðgaðu andann á nýju ári
Umsóknir í styttri námslínur eru í fullum gangi hjá Endurmenntun þessa dagana en þær eru opnar öllum þar sem engar forkröfur eru gerðar um fyrra nám.
Fyrir starfið - nýr bæklingur
Út er kominn nýr bæklingur Fyrir starfið. Að þessu sinni inniheldur hann námskeið sem eru á dagskrá í október og nóvember 2017 á sviði stjórnunar og forystu, starfstengdar hæfni, fjármála, verkfræði og tæknifræði.
Konur að tjaldabaki
Hlutdeild áhrifamikilla kvenna í sögunni verða gerð góð skil á tveimur ólíkum námskeiðum sem eru framundan hjá okkur.
Ferðalag í kennslustofunni
Hvort sem þú hyggur á ferðalög eða vilt einfaldlega fræðast um heillandi staði, er úr ýmsu velja hjá okkur í haust s.s. námskeið um Búdapest og Pílagrímaleiðina til Santiago de Compostella.
Fornar íslenskar sagnir og sagnamenn
Okkar sívinsælu Íslendingasagnanámskeið hófust í september en fyrir þá sem vilja fræðast enn meira um land okkar til forna, eru tvö spennandi námskeið á dagskrá í október og nóvember.
Bók varð til í kjölfar námskeiðs í skapandi skrifum
Í byrjun nóvember kemur út bókin: "Föðurlandsstríðið mikla og María Mitrofanova - Austurvígstöðvarnar í seinni heimsstyrjöldinni". Höfundur er Gísli Jökull Gíslason sem hefur haldið fjölmörg námskeið hjá okkur undanfarin ár og verður núna í október með námskeið um orrustuna um Stalíngrad.