Fréttayfirlit
Fróðleikur og skemmtun á vormisseri 2021
Í dag kom út hjá Endurmenntun glæsilegur rafrænn bæklingur um allt það helsta sem er á döfinni á vormisseri í flokknum persónuleg hæfni. Bæklingurinn er veglegri en áður þar sem við höfum bætt við nokkrum vel völdum námskeiðum fyrir atvinnulífið og einnig sett inn úrval styttri námslína sem fara af stað núna á næstunni.
Sérfræðingur frá NYU
Szymon Radziszewicz, hlutakennari við New York University, heldur tvö námskeið hjá okkur. Eitt um framtíð markaðsfjármögnunar og annað um samþætta skýrslugjöf.
Aldrei fleiri stundað nám
Aldrei hafa fleiri nemendur stundað nám hjá okkur eins og á þessu misseri. Alls eru 590 nemendur skráðir í nám hjá okkur sem tekur allt frá einu misseri upp í tvö ár.
Nýtt starfsfólk
Tveir nýir starfsmenn hófu nýlega störf hjá Endurmenntun. Við erum afar ánægð með að fá þau til liðs við okkur og munu þau án efa efla starfsemina enn frekar.
Mikilvægt að skrá sig tímanlega
Það borgar sig oft að bíða ekki of lengi með að skrá sig á námskeið þar sem á sum námskeið komast færri að en vilja.
Hlaut viðurkenningu í kjölfar námskeiðs
Sigurbjörn Skarphéðinsson fór á námskeið um skáldleg skrif með Kristjáni Hreinsyni og var aldeilis ánægður með þá ákvörðun. „Ég þakka námskeiðinu að ég fékk viðurkenningu fyrir söguna mína en án þess hefði ég ekki skorið niður textann“, segir Sigurbjörn glaður í bragði