null

Hagnýtar upplýsingar

Endurmenntun HÍ hefur aðsetur við Dunhaga 7 í Reykjavík.

Almennur afgreiðslutími skrifstofu:

Afgreiðslutími skrifstofu Endurmenntunar HÍ er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga. 

Heimilisfang:

Endurmenntun Háskóla Íslands
Dunhaga 7
107 Reykjavík
Sími: 525 4444

Afrit skírteina - yfirlit yfir sótt námskeið

Viðskiptavinir geta óskað eftir afriti af áður útgefnu skírteini eða staðfest yfirlit yfir sótt námskeið hjá Endurmenntun HÍ sem sent er rafrænt.

Vinsamlega sendið beiðni með tölvupósti á netfangið endurmenntun@hi.is þar sem fram kemur kennitala og nafn. Úrvinnslan getur tekið nokkra daga.

Afrita hlekk!

Hugmyndir að námskeiðum

Endurmenntun Háskóla Íslands er ár hvert með mikinn fjölda styttri námskeiða fyrir almenning og fagfólk. Í gegnum tíðina hafa fjölmargir sérfræðingar komið að kennslunni, sem er í takt við þá stefnu að endurskoða og þróa stöðugt námsframboð. Kennsla hjá Endurmenntun HÍ hefur verið eftirsótt og ýmsir sérfræðingar sem flagga kennslureynslu sinni hjá okkur á ferilskrá sínum.

Starfsfólk Endurmenntunar HÍ er stöðugt á höttunum eftir nýjum kennurum og hugmyndum að spennandi námskeiðum. Við hvetjum alla sem telja sig hafa góðar hugmyndir að hafa samband við Jóhönnu Rútsdóttur, námstjóra Endurmenntunar HÍ: hannaru@hi.is

Afrita hlekk!

Merki Endurmenntunar

Endurmenntun HÍ - blátt (Hlaða niður í JPG)

Endurmenntun HÍ - hvítt (Hlaða niður í JPG) - án bakgrunns

Endurmenntun - léttara blátt (Hlaða niður í JPG)

Endurmenntun - léttara hvítt (Hlaða niður í JPG) án bakgrunns

Afrita hlekk!

Snemmskráning

Tíu dögum fyrir upphafsdag námskeiðs lýkur snemmskráningu, nema þegar um erlenda kennara er að ræða þá er snemmskráningarfresturinn lengri og mismunandi eftir námskeiðum.

Ákvörðun tekin hvort námskeið verði haldið

Við snemmskráningardagsetningu er farið yfir hvort lágmarksþátttöku hefur verið náð og tekin ákvörðun um hvort halda eigi námskeið.

Afsláttur til þeirra sem skrá sig snemma

Allir sem skrá sig fyrir snemmskráningarfrestinn fá afslátt af námskeiðsgjaldi. Við hvetjum því alla áhugasama til að skrá sig tímanlega á námskeið.

Afrita hlekk!