null

Umhverfisstefna

Í síbreytilegum heimi þar sem fólksfjölgun, loftslagsbreytingar, tap á lífbreytileika og ofnýting auðlinda ógnar lífsskilyrðum manna og annarra lífvera á jörðinni er kallað eftir samtakamætti til að stemma stigu við þessum vandamálum. Það er á ábyrgð okkar allra að reyna að snúa þessari þróun við og er samfélag Endurmenntunar HÍ ekki þar undanskilið.

Endurmenntun HÍ hefur það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif starfsemi sinnar og stuðla að aukinni umhverfisvitund hjá starfsmönnum og viðskiptavinum. Endurmenntun HÍ leggur áherslu á að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og kappkostar að lágmarka sóun.

Helstu þættir í starfsemi Endurmenntunar HÍ til stuðla að þessum markmiðum eru þessir:

Huga skal að endurnýtingu hluta af fremsta megni og lágmarka notkun á einnota hlutum.

  • Starfsfólk og viðskiptavinir Endurmenntunar HÍ eru hvattir til að nota fjölnotadrykkjarmál til að lágmarka sóun.
  • Starfsfólk Endurmenntunar HÍ skal huga að pappírsnotkun og lágmarka prentun þar sem því verður komið við og stuðla frekar að rafrænni dreifingu gagna.

Sorp skal flokkað í endurvinnslutunnur sem eru til staðar í öllum rýmum Endurmenntunar HÍ. Sorp sem skal flokkað er plast, pappír, rafhlöður og skilagjaldsskyldar umbúðir. Það sem fellur ekki undir eftirtalda flokka má flokka í almennt sorp. Nánar má sjá um flokkunina hér.

Starfsfólk Endurmenntunar HÍ er hvatt til að nýta sér vistvænar samgöngur og að gera samgöngusamning.

Starfsfólk og viðskiptavinir Endurmenntunar HÍ skulu stuðla að góðri umgengni við umhverfi og lífríki og hafa í huga að hver athöfn sé hugsuð og framkvæmd í sátt við umhverfi sitt.