Viðbrögð Endurmenntunar Háskóla Íslands við takmörkunum á samkomum

Í ljósi gildandi takmarkana á samkomum fólks sem gilda til 27. september er heimilt að hafa 1M á milli einstaklinga í framhalds- og háskólum án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Takmörkun á fjölda einstaklinga sem kemur saman miðast við 200 fullorðna. Samkvæmt uppfærðum leiðbeiningum um staðnám á háskólastigi er mælst til þess að nemendur, kennarar og starfsfólk noti hlífðargrímur í öllu skólastarfi.

Til að tryggja öryggi allra er nú skylt að nota hlífðargrímur í byggingu Endurmenntunar. Grímur verða aðgengilegar fyrir alla að kostnaðarlausu á þjónustuborði.

Því miður hafa komið upp smit á meðal starfsfólks HÍ á síðastliðnum dögum en ekki hefur komið upp smit hjá starfsfólki Endurmenntunar HÍ á Dunhaga 7.

Óljóst er hvaða takmarkanir gilda á næstu vikum og mánuðum en verið er að skoða fyrirkomulag kennslu námsbrauta og námskeiða sem hefjast í haust þannig að sóttvarnarreglum sé fylgt og að dagskrá raskist sem minnst. Endurmenntun leggur mikinn þunga á fjarkennslu á haustmisseri og hefur stór hluti námskeiða og námsbrauta verið breytt yfir í fjarkennslu á meðan óvissan er sem mest.

Athugið! Dagsetningar námskeiða geta breyst vegna breytinga á sóttvarnareglum. 

Hjá Endurmenntun er lögð áhersla á almennt hreinlæti og að þvo hendur reglulega með sápu og vatni. Handsprittbrúsum hefur verið komið fyrir víða í húsakynnum EHÍ og eru allir hvattir til að nýta sér þá. Kaffi- og vatnsvélum hefur verið lokað til að fækka sameiginlegum snertiflötum. Við hvetjum því viðskiptavini og kennara til að taka með sér nesti og drykkjarföng.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag kennslu á komandi haustmisseri verða sendar út á næstunni, en fylgst er náið með fyrirmælum yfirvalda og áhrifum þeirra.

Þessi texti var síðast uppfærður 24. september

0