null
Fréttir

Jón Múli í Endurmenntun og Eldborg

Sveiflumeistari Ríkisútvarpsins og helsti söngdansahöfundur þjóðarinnar, Jón Múli Árnason, fæddist þann 31. mars 1921 og hefði því orðið 100 ára árið 2021. Námskeið um ævi Jóns Múla hefst á mánudaginn 15. mars þar sem farið verður í grófum dráttum yfir æsku hans og uppvöxt, tónlistarnámið, Ríkisútvarpið, jazzþættina, stjórnmál og ýmislegt fleira. Einnig verður rætt um stórsveitarformið, s.s. hvað einkennir slíka sveit og samsetningu hennar. Í námskeiðsgjaldi er innifalinn miði í úrvals sæti á tónleika Stórsveitar Reykjavíkur í Eldborg í Hörpu sem haldnir verða til heiðurs þessa merka manns. Við hvetjum tónlistarunnendur til að kynna sér þetta skemmtilega námskeið og eiga góða stund með minningu Jóns Múla á frábærum tónleikum.

Verð